Lið Framhaldsskólans á Húsavík lét í lægra haldi fyrir liði Flensborgarskólans í Hafnafirði í fyrstu umferð Gettu betur í kvöld.
Framhaldsskólinn á Húsavík leiddi með 6 stigum gegn 5 stigum Hafnfirðinga eftir hraðaspurningar. FHS fór einnig vel af stað í bjölluspurningum og höfðu þau gott tækifæri til að tryggja sér afgerandi forrystu þegar spurt var um leikarann sem fer með hlutverk Felix í þáttunum Felix & Klara, en þau svöruðu Georg Bjarnfreðarson, í stað Jón Gnarr.
Þau héldu þó forrystu lengst af bjölluspurningar, en Flensborg tók fram úr undir lok bjölluspurninga og var staðan 11-10 í lok almennra bjölluspurninga. Hvorugt lið svaraði rétt í tónlistarspurningu og endaði keppnin því 11-10. FSH hefur því lokið keppni í ár en stóðu sig vel í harðri og jafnri keppni.

