Samfélagsumræða og minningargreinar á Húsavík.com

Fréttavefurinn Húsavík.com tekur við aðsendum greinum og efni sem birt er undir nafni í samræmi við ritstjórnarstefnu miðilsins. Á vefnum birtum við greinar um málefni samfélagsins og önnur hugðarefni fólks, auk minningargreina. Aðsent efni má senda á netfangið greinar@husavik.com en ábendingar um fréttir á netfangið frettir@husavik.com.

Þessa vikuna eru málefni Helguskúrs í brennidepli í aðsendum greinum. Á þriðjudag birtum við grein Katrínar Sigurjónsdóttur sveitarstjóra Norðurþings um málefni Helguskúrs og í dag laugardag birtist grein eftir Andra Má Stefánsson, barnabarn Helga Héðinssonar fyrrum eiganda hússins.

> Helguskúr og ábyrgðin: þegar ómöguleikinn er pólitísk ákvörðun

> Staða Helguskúrs á Húsavík

Á miðvikudag birtum við grein Hjartar Smárasonar um stöðu Íslands og mögulegar sviðsmyndir vegna áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi, næsta nágranna okkar, og lands sem tegir sig lengra í allar höfuðáttirnar, til Norðurs, Suðurs, Austurs og Vesturs.

> Sviðsmyndir fyrir Ísland í breyttum heimi

Þá er athygli vakin á að vefurinn birtir einnig minningargreinar og skulu þær sendar ásamt stuttu æviágripi og ljósmynd á netfangið greinar@husavik.com ásamt ósk um hvaða dag þær skuli birtar.