Slökkvilið Norðurþings birti í dag ársskýrslu sína fyrir árið 2025, en slökkviliðið var umtalsvert í fréttum á liðnu árinu, bæði vegna launamála starfsmanna og umræðu um fjárfestingar í sveitarstjórn Norðurþings. Þá vakti slökkviliðið athygli um land allt á gamlárskvöld þegar gróðureldur kom upp í Húsavíkurfjalli og tókst með snarræði og kraftmiklum aðgerðum liðsins að koma í veg fyrir mikið tjón.
Í ársskýrslunni kemur fram að Slökkvilið Norðurþings starfar á einu stærsta og víðfeðmasta starfssvæði landsins, sem nær að Klambraseli í Reykjahverfi og austan Jökulsár á fjöllum að Biskupshálsi. Til norðurs er svæðið óslitið 130 kílómetra norður fyrir Ormarsá við Raufarhöfn. Um 50 slökkviliðsmenn eru í liðinu á þremur starfsstöðvum, á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn, þar sem stöðin á Húsavík gegnir hlutverki baklands í stærri útköllum. Henning Þór Aðalmundsson tók við stjórn slökkviliðsins á árinu.
Hægt er að lesa ársskýrslu slökkviliðsins hér:
[PDF] Ársskýrsla Slökkviliðs Norðurþings 2025


