Það verður mikið tónlistarlíf á Húsavík í aðdraganda jóla og má segja að aðventan verði sannkölluð tónlistarveisla í bænum, þar sem Húsvíkingar og gestir geta notið ólíkra jólatónleika og stórra sýninga fram að hátíðunum. Unnendur tónlistar ættu ekki að láta þessa tónleika fram hjá sér fara.
Guðrún Árný og Kirkjukór Húsavíkur – 7. desember kl. 20.00 í Húsavíkurkirkju
Guðrún Árný heldur jólatónleika í Húsavíkurkirkju ásamt Kirkjukór Húsavíkur og strengjasveit. Notaleg stund í kirkjunni okkar.
Miðaverð: 7.900 kr.
Una Torfa á ferð um landið – 7. desember kl. 20.00 á Gamla Bauk
Una Torfa býður upp á notalega kvöldstund á Gamla Bauk, þar sem hún flytur bæði eigin lög og sín uppáhalds jólalög. Með henni á gítar leikur Hafsteinn Þráinsson.
Miðaverð: 5.990 kr.
Tónasmiðjan: Jólin þín og mín – 14. desember kl. 16.30 í Íþróttahöllinni
Hin árlega stórsýning Tónasmiðjunnar fyllir Íþróttahöllina að jólagleði. Þar stígur á svið stór hljómsveit, kór, bakraddir, dansarar og fjölbreyttir einsöngvarar á öllum aldri. Meðal heiðursgesta eru Elísabet Ormslev, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir og Ívar Helgason, auk Sálubótar og dansara frá STEPS.
Miðaverð: 4.900 kr. og ágóði rennur til Björgunarsveitarinnar Garðars.
Heiðdís Hanna Sigurðardóttir – 18. desember kl. 20.00 í Húsavíkurkirkju
Sópransöngkonan Heiðdís Hanna verður með notalega jólatónleika í kirkjunni ásamt Attila Szebik á píanó og Önnu Gunnarsdóttur á þverflautu.
Miðaverð: 3.500 kr.
Rætt verður við tónlistarfólkið í viðtölum hér á Húsavík.com næstu daga þar sem við fáum að vita meira um viðburðina. Ef þú veist um fleiri tónleika eða áhugaverða viðburði í aðdraganda jóla má senda ábendingar á orly@husavik.com


