Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum 11. desember 2025 að auglýsa tillögu að nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins, ásamt umhverfismatsskýrslu, í samræmi við skipulagslög og lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Skipulagsgögnin fela meðal annars í sér greinargerð skipulagsins, uppdrætti fyrir þéttbýli og sveitarfélagið í heild, gögn um flokkun landbúnaðarlands, vegi í náttúru Íslands og umhverfismatsskýrslu. Gögnin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar undir málsnúmeri 538/2023 og einnig á vefsíðu Norðurþings.
Í greinargerð kemur fram að frá gildistöku aðalskipulags 2010–2030 hafi forsendur breyst og nýjar áskoranir komið fram, sem kallað hafi á endurskoðun skipulagsins. Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum er til 2. febrúar.

