Kraftmikið starf hjá Píludeild Völsungs

Öflugt starf er hjá píludeild Völsungur í vetur og heldur deildin áfram að bjóða félagsmönnum upp á spennandi mót og keppnir.

Deildarkeppni Völsungs heldur áfram þar sem keppendum er raðað í deildir eftir styrkleika. Næsta umferð fer fram föstudaginn 23. janúar, og hefst mótið klukkan 19:30. Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig fyrir miðnætti fimmtudaginn 22. janúar að því er fram kemur í tilkynningu frá Píludeildinni.

„Það eru allir velkomnir sem eru skráðir í píludeild Völsungs, og við hvetjum jafnframt þá sem hafa áhuga á að vera með til að ganga í félagið og mæta. Skráning fer fram á Facebook-síðuna okkar,“ segir Guðmundur Þráinn Kristjánsson, sem annast kynningarmál píludeildarinnar.