Kraftmikil kosningaumfjöllun á Húsavík.com

Nú eru fjórir mánuðir til sveitarstjórnarkosninga í Norðurþingi og Húsavík.com mun hefja kosningaumfjöllun sína af krafti í næstu viku.

Hvaða flokkar og listar munu bjóða fram í Norðurþingi?
Þegar hefur verið leitað til allra framboða sem eru nú með fulltrúa í sveitarstjórn um upplýsingar um framboðsmál og uppstillingar lista. Við biðjum lesendur sem vita af öðrum framboðum sem kunna að vera í undirbúningi að láta okkur vita á netfanginu frettir@husavik.com.

Hver halda áfram og hver eru nýju andlitin?
Við munum einnig á næstu dögum birta könnun okkar á því hver núverandi fulltrúa í sveitarstjórn sækjast eftir endurkjöri og hver ætla að segja skilið við sveitarstjórnarmálin í lok kjörtímabils. Við biðjum lesendur því líka að senda okkur ábendngar um fólk sem það vill sjá í framboði eða fólk sem þið vitið að er að hugsa um framboð svo við getum fylgt þeim málum eftir.

Kosningaþáttur í beinni
Fyrir kosningar mun Húsavík.com vera með framboðsþátt í beinni útsendingu hér á vefnum þar sem fulltrúar allra framboða sitja fyrir svörum og mun lesendum gefast kostur á að senda spurningar í þáttinn.

Framboð auglýsi í staðbundnum miðlum
Loks minnum við framboð á að nýta staðbundna miðla til að auglýsa stefnumál sín og styðja þannig við staðbundna fjölmiðlun, frekar en að kaupa auglýsingar af erlendum samfélagsmiðlafyrirtækjum. Á Húsavík starfa þrír miðlar miðlar: Húsavík.com, Vikudagur og 640.is. Til að auglýsa á Húsavík.com má hafa samband við Jóhönnu Ásdísi Baldursdóttur með tölvupósti johanna@husavik.com.