GPG gefur Fab Lab Húsavík öfluga laserskurðarvél

Fab Lab smiðjan á Húsavík hefur nú bætt við sig öflugri laserskurðarvél sem getur skorið í málma – fyrstu slíkri vél sem tekin er í notkun í Fab Lab smiðjum á Íslandi. Vélin er gjöf frá GPG Seafood, sem hefur verið öflugur bakhjarl Fab Lab á Húsavík undanfarin ár. …

Framsýn hvetur ráðherra til að hraða uppbyggingu orkuverkefna

Fulltrúar Framsýnar stéttarfélags og orkufyrirtækjanna Qair Ísland og Arctic Hydro funduðu á Húsavík í gær, í kjölfar jákvæðra tíðinda um stórátak stjórnvalda í styrkingu flutnings- og dreifikerfis raforku á Norðausturlandi. Fyrirtækin reka þegar vatnsaflsvirkjanir í Tjörneshreppi og á Vopnafirði og vinna jafnframt að fjölda nýrra verkefna, þar á meðal …

Norðurþing leitar að verkefnastjóra uppbyggingar á Bakka

Sveitarfélagið Norðurþing hefur auglýst laust til umsóknar starf verkefnastjóra atvinnuuppbyggingar á Bakka, með starfsstöð í Norðurþingi. Grænn iðngarður á Bakka hefur verið í þróun undanfarin ár og fram undan eru samningaviðræður og undirbúningur næstu stóru uppbyggingarverkefna á svæðinu, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins. Leitað er að …

Borað fyrir heitu vatni á Húasvík og Bakka

Boranir á hitastigulsholum standa nú yfir í nágrenni Húsavíkur á vegum Orkuveitu Húsavíkur, og eru það Vatnsboranir ehf. sem annast verkið. Jarðfræðingar ÍSOR munu síðan greina gögnin og meta hvar líklegast sé að finna heitt vatn til framtíðar. Í þessari umferð verða boraðar alls sjö holur, þar af þrjár …