„Hlutverk HSÞ að stuðla að fjölbreyttu starfi í íþróttum og félagsstörfum“

Ísak Már Aðalsteinsson tók í gær við sem framkvæmdastjóri Héraðssambands Þingeyinga, og tekur hann við starfinu af Gunnhildi Hinriksdóttur sem hefur verið framkvæmdastjóri HSÞ frá upphafi árs 2018. Ísak er 33 ára Reykdælingur, búsettur með konu og tveimur börnum á Húsavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Laugum og …