„Almyrkvar eru stærsta sýning náttúrunnar“

Þann 12. ágúst 2026 upplifir Ísland almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Slóð almyrkvans liggur yfir Vestfirði, Snæfellsnes, höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga, en norðanlands verður sýningin einnig eftirminnileg, þó þar sé um deildarmyrkva að ræða. Á Húsavík verður mest 97.39% deildarmyrkvi og stendur hann yfir í 1 klukkustund, …

Nemendur FSH verðlaunaðir á Bessastöðum

Síðastliðinn föstudag veitti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verðlaun vegna Forvarnardagsins við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Daníel Snær Lund, Gunnar Hólm Guðmundsson og Heimir Örn Karolínuson, allir nemendur við Framhaldsskólann á Húsavík, hlutu verðlaun í flokki verkefna framhaldsskóla. Heimir og Gunnar kynntu verkefnið fyrir forseta og öðrum gestum. Forvarnardagurinn er …

Aðventan verður sannkölluð tónlistarveisla á Húsavík

Það verður mikið tónlistarlíf á Húsavík í aðdraganda jóla og má segja að aðventan verði sannkölluð tónlistarveisla í bænum, þar sem Húsvíkingar og gestir geta notið ólíkra jólatónleika og stórra sýninga fram að hátíðunum. Unnendur tónlistar ættu ekki að láta þessa tónleika fram hjá sér fara. Guðrún Árný og …

GPG gefur Fab Lab Húsavík öfluga laserskurðarvél

Fab Lab smiðjan á Húsavík hefur nú bætt við sig öflugri laserskurðarvél sem getur skorið í málma – fyrstu slíkri vél sem tekin er í notkun í Fab Lab smiðjum á Íslandi. Vélin er gjöf frá GPG Seafood, sem hefur verið öflugur bakhjarl Fab Lab á Húsavík undanfarin ár. …

Ný brú yfir Skjálfandafljót og grjótgarður á Húsavík á samgönguáætlun

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, kynnti í dag samgönguáætlun til ársins 2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun. Þar kom fram að ný brú yfir Skjálfandafljót verði reist á tímabilinu 2026–2030 og að áformin séu að fullu fjármögnuð. Vegagerðin hefur áður áætlað að ný brú og nýr vegarkafli verði tilbúin haustið 2028. Aðaltenging …

Framsýn hvetur ráðherra til að hraða uppbyggingu orkuverkefna

Fulltrúar Framsýnar stéttarfélags og orkufyrirtækjanna Qair Ísland og Arctic Hydro funduðu á Húsavík í gær, í kjölfar jákvæðra tíðinda um stórátak stjórnvalda í styrkingu flutnings- og dreifikerfis raforku á Norðausturlandi. Fyrirtækin reka þegar vatnsaflsvirkjanir í Tjörneshreppi og á Vopnafirði og vinna jafnframt að fjölda nýrra verkefna, þar á meðal …

Anna Lísa hlutskörpust í upplestrarkeppni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Sjóminjahúsinu á Húsavík í gær, þar sem tólf nemendur í 7. bekk stigu á svið og lásu fyrir fullan sal. Nemendur lásu í þremur umferðum: fyrst svipmyndir úr Strokubörnunum á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn, síðan ljóð að eigin vali úr verkum Ólafs Jóhanns …

Norðurþing leitar að verkefnastjóra uppbyggingar á Bakka

Sveitarfélagið Norðurþing hefur auglýst laust til umsóknar starf verkefnastjóra atvinnuuppbyggingar á Bakka, með starfsstöð í Norðurþingi. Grænn iðngarður á Bakka hefur verið í þróun undanfarin ár og fram undan eru samningaviðræður og undirbúningur næstu stóru uppbyggingarverkefna á svæðinu, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins. Leitað er að …

Borað fyrir heitu vatni á Húasvík og Bakka

Boranir á hitastigulsholum standa nú yfir í nágrenni Húsavíkur á vegum Orkuveitu Húsavíkur, og eru það Vatnsboranir ehf. sem annast verkið. Jarðfræðingar ÍSOR munu síðan greina gögnin og meta hvar líklegast sé að finna heitt vatn til framtíðar. Í þessari umferð verða boraðar alls sjö holur, þar af þrjár …

Geimferðir, heimskaut, eldfjöll og kvikmyndir á Húsavík

Landkönnunarhátíðin var haldin á Húsavík í ellefta sinn dagana 11.–16. nóvember. Á dagskrá voru fjölbreyttar kvikmyndasýningar, fræðsluerindi og vettvangsferðir þar sem fjallað var um landkönnun, vísindi og náttúru. Sýndar voru 22 kvikmyndir frá 17 löndum og tóku þátttakendur víðsvegar að úr heiminum þátt í hátíðinni. Formleg opnun hátíðarinnar fór …