Slökkvilið Norðurþings birtir ársskýrslu eftir viðburðaríkt ár

Slökkvilið Norðurþings birti í dag ársskýrslu sína fyrir árið 2025, en slökkviliðið var umtalsvert í fréttum á liðnu árinu, bæði vegna launamála starfsmanna og umræðu um fjárfestingar í sveitarstjórn Norðurþings. Þá vakti slökkviliðið athygli um land allt á gamlárskvöld þegar gróðureldur kom upp í Húsavíkurfjalli og tókst með snarræði …

Fjöldi Húsvíkinga á leik vinaþjóðanna Íslands og Póllands

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hélt áfram sigurför sinni á Evrópumóti karla í handbolta þegar liðið lagði Pólland að velli, 31:23, í öðrum leik sínum í kvöld. Leikurinn fór fram í Kristianstad í Svíþjóð, og var andrúmsloftið frábært, ekki síst vegna fjölmenns hóps Húsvíkinga á pöllunum. Húsavík.com ræddi við Bylgju …

Stjórn Framsóknarfélags Þingeyinga falið að skipa uppstillingarnefnd

Framsóknarfélag Þingeyinga samþykkti á félagsfundi í gær að stillt verði upp á framboðslista B-lista vegna sveitarstjórnarkosninganna í Norðurþingi sem fara fram þann 16. maí. Þá var stjórn falið að skipa uppstillingarnefnd. „Það er mikill kraftur í starfi félagsins sem býður félagsfólki og íbúum öllum til samtals í hverri viku …

Kristján Örn og Harðarbörn kaupa Gamla Bauk af Norðursiglingu

Nýr kafli er hafinn í sögu veitingastaðarins Gamla Bauks á Húsavík, en þau Kristján Örn Sævarsson, Þórunn Harðardóttir, Heimir Harðarson og Hildur Harðardóttir hafa ásamt mökum keypt allan húsakost Bauksins af Norðursiglingu. Húsavík.com ræddi við Kristján Örn þar sem hann var á fleygiferð við undirbúning Þorrablótsins, sem fer fram …

Félagsfundur Samfylkingar samþykkir að fara í uppstillingu

Samfylkingarfólk í Norðurþingi fundaði um framboðsmál sín á Húsavík í gær og þar var samþykkt einróma tillaga stjórnar flokksfélagsins um að viðhöfð verði uppstilling sem aðferð við val á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðurþingi fyrir sveitastjórnarkosningarnar í maí. Í tilkynningu sem Húsavík.com barst frá stjórn flokksins í Norðurþingi að fundi …